Hjá Ikigai með hjarta og huga er lagður metnaður í að styðja þig með þjálfun, verkfærum og innblæstri, svo þú getir mætt lífsins áskorunum með tilgangi og ástríðu.

Ég vil styðja þig til að lifa lífi sem þér þykir vænt um – lífi sem skiptir máli.

Þjónusta

Stutt netnámskeið

Opnaðu á þann kraft sem býr innra með þér og finndu tilganginn þinn í gegnum námskeið um innri vegferð.

Þau veita þér dýrmæta innsýn og hagnýt verkfæri sem styrkja þig til að lifa meðvitað og með hjartanu.

Auglýst sérstaklega!

 

Einstaklingsmiðuð nálgun

Náðu varanlegum breytingum og persónulegum vexti með einstaklingsmiðaðri þjálfun sem byggir á Ikigai.

Þú færð persónulega leiðsögn og stuðning til að nálgast markmið þín og lifa í takt við tilgang þinn.

Bókaðu fyrsta tíma í gegnum formið neðar á síðunni.

 

Spurningar og svör

Hvernig nýtist þessi þjónusta mér?

Hún getur m.a. hjálpað þér að endurskilgreina tilgang þinn í lífinu, ef þér finnst hann hafa breyst eða minnkað.

Sumir hafa ekki enn fundið ákveðinn tilgang eða ákveðna leið. Þú færð verkfæri og tillögur sem geta hjálpað þér að skilgreina þarfir þínar og markmið.

Einnig getur verið að það vanti bara aðeins meiri gleði og þá nýtast verkfærin og æfingarnar mjög vel.

Hversu lengi er hver einstaklingstími?

Hver tími er hugsaður sem 45 mínútur í senn. Það getur verið aðeins breytilegt eftir þörfum og vinnu hverju sinni.

Er hægt að fá sérsniðin námskeið fyrir hópa?

Ekki eins og er, en það er í vinnslu. Endilega láttu vita ef það er eitthvað sem þú og þinn hópur mynduð vilja.

Hversu margir tímar eru nauðsynlegir?

Það er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að meta það. Fyrsti tíminn er notaður til að kynnast og skoða mögulegar útfærslur. Svo er í framhaldi hægt að ákveða t.d 1 tíma í einu eða festa nokkra fram í tímann. Þú stjórnar!

Hver er munurinn á þessu og sálfræðiþjónustu eða álíka?

Þetta kemur ekki í stað einstaklingsbundinnar meðferðar hjá sálfræðing eða fagmenntuðum aðila í heilbrigðiskerfinu.

Þetta er skuldbinding um að skoða nýja sýn á lífið og framtíðina. Stuðningur og fræðsla um leiðir og efni sem eru mjög vinsæl og hafa sýnt fram á mikinn árangur í sjálfshjálparvinnu og markmiðasetningu.

Er þetta dýrt?

Það fer eftir því hversu miklum tíma þú vilt eyða í þetta. Best er að bóka fyrsta tímann, sem er á sérstöku verði - 8000 kr., og fá frekari upplýsingar. Þú stjórnar svo í kjölfarið hversu mörg skipti þú vilt.

Ég fékk mjög góða hvatningu og leiðsögn sem ég gat sannarlega nýtt mér í daglegu lífi og starfi. Mér finnst ég hafa öðlast skýrarari framtíðarsýn og sjálfstraust til að elta hana.

Mæli hiklaust með!

[24.3.2025]

Hafðu samband

Ertu með spurningu/spurningar og finnur ekki svarið á síðunni?

Viltu bóka fyrsta tíma?

Fylltu út formið og það verður haft samband við þig. 

Um Ikigai með hjarta og huga

Ikigai með hjarta og huga er netþjálfun og ráðgjöf staðsett á Selfossi. Ég er menntuð m.a. sem kennari og Ikigai þjálfari og sæki innblástur og fræði í japanska visku, núvitund og sjálfsþekkingu. Með því styð ég einstaklinga til að opna á innri kraft, læra jafnvel nýja merkingu og stefnu og finna gleði í daglegu lífi.

Persónuleg nálgun og einlægur stuðningur.

Traustur félagi í bæði persónulegri og faglegri þróun.